Innlent

Miður að umræða um sameiningu hafi farið svo snemma af stað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. Vísir/Pjetur
Miður er að umræða um mögulega sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla hafi farið af stað áður en niðurstaða könnunar á kostum sameiningarinnar liggur fyrir, sagði Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun.

Kristján Þór sagði að ekki væri verið að skoða aðra sameiningarkosti. Hins vegar sé ljóst að margir framhaldsskólar glími við mikla erfiðleika og því sé brýnt að huga að styrkingu framhaldsskólakerfisins þannig að þeir geti tekist á við þær áskoranir sem fram undan séu.

„Svo er ekki, fyrir utan þá vinnu sem hefur staðið í hálft annað ár á Norðurlandi. Aftur á móti er það mín skoðun eftir að hafa kynnt mér vinnugögn og ýmsar hugmyndir sem hafa komið upp að það er afar brýnt að huga að því að styrkja framhaldsskólakerfið með frekara samstarfi skóla eða sameiningum í þeim tilgangi að framhaldsskólakerfið geti mætt þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir,“ sagði Kristján.  

Málið hafi hins vegar verið rætt út frá þröngu sjónarhorni þar sem fréttaflutningur um það hafi verið ótímabær.

„Það er rétt að það er bagalegt að það sé ekki rætt almennt um stöðuna en málið kviknar með þeim hætti að það er einfaldlega ekki neitt annað í boði en að ræða þetta út frá verkinu eins og það er,“ sagði hann. Þá fækki nemendum statt og stöðugt og að við því þurfi að bregðast, meðal annars með samvinnu skólanna.


Tengdar fréttir

Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla

Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði.

Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla

Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×