Enski boltinn

Sjáðu markið sem felldi Sunderland og mörkin úr fyrsta útisigri Burnley | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jermain Defoe og félagar voru niðurlútir í leikslok.
Jermain Defoe og félagar voru niðurlútir í leikslok. vísir/getty
Sunderland féll í gær úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-1 tap fyrir Bournemouth á heimavelli. Joshua King skoraði eina mark leiksins.

Aðeins þrjú mörk til viðbótar voru skoruð í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley fór langt með að bjarga sér frá falli með 0-2 sigri á Crystal Palace. Þetta var fyrsti útisigur Burnley á tímabilinu.

Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins þegar Leicester City vann 0-1 útisigur á West Brom.

Ekkert mark var skorað í leik Stoke City og West Ham og leik Southampton og Hull City.

Crystal Palace 0-2 Burnley
West Brom 0-1 Leicester
Stoke 0-0 West Ham
Southampton 0-0 Hull
Uppgjörið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×