Erlent

Biden útilokar ekki forsetaframboð 2020

Kjartan Kjartansson skrifar
Joe Biden nýtur mikilli vinsælda innan Demókrataflokksins.
Joe Biden nýtur mikilli vinsælda innan Demókrataflokksins. Vísir/Getty
Fyrrverandi varaforseti Bandarikjanna, Joe Biden, og starfslið hans er sagt undirbúa sig fyrir möguleikann á að hann bjóði sig fram til forseta árið 2020. Biden hefur verið eftirsóttur ræðumaður og gestur eftir að hann lét af embætti og hefur ekki setið auðum höndum undanfarið.

Bandaríska blaðið Politico greinir frá því að Biden haldi möguleikum sínum á framboði opnu þó að hann hafi ekki látið neitt uppi opinberlega. Þrátt fyrir að hann verði orðinn 77 ára gamall þegar forval demókrata hefst fyrir þær kosningar segir blaðið framboð hans mögulegt.

Vísar það til þess að dagskrá Biden þessa dagana þar sem hann kemur fram á viðburðum demókrata víða um land líkist þeirri sem væntanlegur forsetaframbjóðandi myndi setja saman. Ráðgjafar hans segja hins vegar að Biden sé aðeins að taka þátt í að byggja Demókrataflokkinn upp aftur.

„Ég er ekki með það á prjónunum en ég ætla ekki að segja neinum að ég ætli ekki að láta verða af því,“ segir Politico að Biden segi fólki sem hvetji hann til að bjóða sig fram gegn Donald Trump árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×