Erlent

Meintur njósnari handtekinn í Þýskalandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Þýsk skattayfirvöld hafa keypt upplýsingar um þýska borgara með svissneska bankareikninga. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Þýsk skattayfirvöld hafa keypt upplýsingar um þýska borgara með svissneska bankareikninga. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA
Svissneskur maður sem grunaður er um njósnir hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Grunur beinist að því að að maðurinn hafi njósnað um þýska skattrannsakendur.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC segja þýskir saksóknarar að maðurinn sé grunaður um að hafa unnið fyrir leyniþjónustu erlends ríkis frá árinu 2012. Maðurinn er 54 ára gamall og var færður í varðhald á föstudag.

Ósætti hefur verið á milli þýskra og svissneskra stjórnvalda vegna þess að þýsk skattayfirvöld hafa keypt gögn frá uppljóstrurum um viðskiptavini svissneskra banka til að ljóstra upp um þýska skattsvikara.

Svissnesk yfirvöld telja það siðferðislega rangt að kaupa upplýsingar sem hefur verið stolið frá þarlendum bönkum. Þau þýsku telja aftur á móti að þau fái margfalt meira fé til baka í ógreidda skatta en þau þurfa að greiða fyrir upplýsingarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×