Lífið

Stofnandi Facebook birtist óvænt við matarborðið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mark Zuckerberg kom fram á ráðstefnu í San Jose í Kaliforníu fyrr í mánuðinum.
Mark Zuckerberg kom fram á ráðstefnu í San Jose í Kaliforníu fyrr í mánuðinum. Vísir/Getty
Daniel Moore, íbúi í bænum Newton Falls í Ohio-fylki í Bandaríkjunum, ber Mark Zuckerberg vel söguna. Sá síðarnefndi kom óvænt í mat til fjölskyldu Moore á föstudagskvöldið.

Í frétt BBC segir að Zuckerberg hafi viljað hitta Demókrata sem kusu Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Daniel Moore varð fyrir valinu. Hann kaus Barack Obama, frambjóðanda Demókrataflokksins, tvisvar á sínum tíma en tók svo þátt í kosningabaráttu Trump, sem fór fram fyrir Repúblikana. Mikil leynd hvíldi yfir heimsókn Zuckerberg en gestgjafanum var einungis sagt að gesturinn væri „efnaður athafnamaður frá Kaliforníu og að níutíu prósent Bandaríkjamanna notuðu vöruna hans.“

Mark Zuckerberg er nú á ferðalagi um öll fimmtíu fylki Bandaríkjanna en margir telja að hann hyggi á feril í stjórnmálum.

Hér má sjá færslu Facebook-mógúlsins um heimsóknina:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×