Körfubolti

Sjáðu trylltan fögnuð KR-inga

Stefán Árni Pálsson skrifar
KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár. 

Stemningin fyrir leik var einstök. 2.700 manns í húsinu og uppselt. Fólki var vísað frá hálftíma fyrir leik. Vinsamlegast beðið um að fara á Rauða ljónið að horfa.

Þegar flautað var til leiksloka brutust úr gríðarlega fagnaðarlæti í Vesturbænum. Hér að ofan má sjá þegar flautað var til leiksloka og hér að neðan má sjá þegar KR-ingar lyftu bikarnum. 


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Enduðum mótið í fimmta gír

"Við höfum verið að sjá þetta fyrir okkur undanfarna daga, sjá fyrir okkur að við séum að halda á bikarnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×