Viðskipti innlent

Afsögn tengist ekki nýrri stjórn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jakob Sigurðsson, fráfarandi forstjóri VÍS.
Jakob Sigurðsson, fráfarandi forstjóri VÍS. Mynd/Vís

Jakob Sigurðsson, fráfarandi forstjóri VÍS, segir ákvörðun sína um að hætta störfum hjá VÍS ekki hafa neitt að gera með þau átök eða breytingar sem hafa orðið á stjórn félagsins eftir aðalfund í síðasta mánuði. Þrír nýir einstaklingar komu þá inn í stjórn VÍS og Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður, sagði sig skömmu síðar úr stjórn félagsins.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir mig þótt starfið sé gríðarlega spennandi. Ég hef átt góðan og spennandi tíma hjá VÍS og það er erfitt að fara frá jafn góðum og metnaðarfullum hópi fólks og hér er til staðar. En svo gerast hlutir sem maður reiknar ekki með. Ég gat einfaldlega ekki hafnað þessu tilboði,“ segir Jakob.

Hann hefur verið ráðinn forstjóri breska félagsins Victrex plc sem er leiðandi í framleiðslu fjölliða (e. polymers) og á meðal viðskiptavina þess eru stærstu flugvéla- og snjalltækjaframleiðendur heims. Jakob hefur gegnt starfi forstjóra VÍS frá því í ágúst í fyrra. Fleiri fréttir

Sjá meira