Handbolti

Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán kom Selfossi í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í 21 ár.
Stefán kom Selfossi í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í 21 ár. vísir/anton

Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða „stærra nafn“ til að þjálfa liðið. Mbl.is greinir frá.

„Ég var kallaður á fund þar sem stjórn­in til­kynnti mér að það ætti að skoða hvort hægt væri að finna stærra nafn til þess að þjálfa liðið. Ég hélt bara að ætti að ræða næsta vet­ur og skoða stefn­una og slíkt, en þá var mér til­kynnt þetta,“ sagði Stefán í samtali við mbl.is.

Stefán tók við þjálfun Selfoss 2015 og stýrði liðinu upp í Olís-deildina á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn.

Selfoss endaði í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem er besti árangur liðsins síðan 1994. Selfoss féll svo úr leik fyrir Aftureldingu í 8-liða úrslitum.

Þrátt fyrir að stjórn Selfoss hafi tjáð Stefáni að hún ætlaði að leita að stærra nafni er ekki útilokað að það verði rætt aftur við hann.

„Mér finnst ég hafa unnið fyr­ir því að halda áfram með liðið og mér finnst við á hár­réttri leið. En þeir verða að stjórna þessu eins og þeir vilja. Það á að skoða hvort það sé stærra nafn í boði, en þeir ætluðu svo í raun­inni að heyra aft­ur í mér,“ sagði Stefán.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira