Lífið

Ricky Gervais í Reykjavík: Heldur áfram að gera grín að "vinaleysi“ kærustunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ricky Gervais mun vera með uppistand í Hörpu í kvöld.
Ricky Gervais mun vera með uppistand í Hörpu í kvöld. Instagram/AFP

Breski grínarinn Ricky Gervais er nú staddur í Reykjavík en hann mun vera með uppistand í Hörpu í kvöld.

Gervais birti mynd á Instagram-síðu sinni í morgun af kærustu sinni Jane Fallon á Skólavörðustíg þar sem með fylgir textinn: „Jane að versla í [Reykjavík] með öllum vinum sínum.“ Jane er ein á myndinni.

Þetta er engan veginn í fyrsta sinn sem Gervais gerir grín að „vinaleysi“ Fallon en hann hefur margoft birt svipaðar myndir með svipuðum myndatexta á samfélagsmiðlum eins og sjá má að neðan.

Gervais og Fallon hafa verið í sambandi frá árinu 1982.

Jane, shopping in Reykjavic with all her friends.

A post shared by Ricky Gervais (@rickygervais) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira