Sport

Efast um að Hernandez hafi fyrirfarið sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hernandez í leik með New England Patriots.
Hernandez í leik með New England Patriots. vísir/getty

Tveir einstaklingar nátengdir Aaron Hernandez neita að trúa því að fyrrum NFL-stjarnan hafi svipt sig lífi í gær.

Hernandez hengdi sig í fangaklefa sínum í Massachusettes í gærmorgun. Þá voru aðeins nokkrir dagar frá því að hann var sýknaður af tveim morðákærum.

Það breytti reyndar engu því hann var fyrir með lífstíðardóm á bakinu án reynslulausnar út af öðru morði.

„Það er ekki nokkur leið að hann hafi fyrirfarið sér,“ sagði Brian Murphy, fyrrum lögfræðingur Hernandez.

„Chico var enginn engill en ég og fjölskylda mín elskuðum hann. Hann myndi aldrei svipta sig lífi.“

Lögfræðingur Hernandez í síðasta morðmálinu, Jose Baez, var á sömu skoðun.

Dauðsfall Hernandez verður líklega rannsakað frekar þó svo búið sé að úrskurða að hann hafi fyrirfarið sér.

NFL

Tengdar fréttir

Hernandez svipti sig lífi

Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez er látinn en hann fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira