Enski boltinn

Keane fer frá Burnley í sumar

Keane í leik með Burnley.
Keane í leik með Burnley. vísir/getty

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá mun hinn eftirsótti varnarmaður Burnley, Michael Keane, fara frá félaginu í sumar.

Keane hefur átt frábært tímabil í vörn Burnley í vetur og stóru liðin því farin að gefa honum auga.

Keane er alinn upp hjá Man. Utd og Jose Moruinho, stjóri Man. Utd, ku vera mjög áhugasamur um að fá hann aftur á Old Trafford.

Everton, Tottenham og Liverpool hafa einnig áhuga á leikmaninum.

Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Burnley og vilji félagið fá pening fyrir hann verður það að selja leikmanninn í sumar ef hann vill ekki vera áfram. Það ku vera staðan samkvæmt Sky og því spurning hvaða félag býður best.
Fleiri fréttir

Sjá meira