Handbolti

Guðmundur búinn að semja við Barein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur eftir undirskriftina.
Guðmundur eftir undirskriftina. mynd/twitter

Guðmundur Þórður Guðmundsson er loksins búinn að skrifa undir samning við handknattleikssamband Barein og orðinn landsliðsþjálfari handboltaliðs þjóðarinnar.

Guðmundur kom til landsins ásamt fjölskyldu sinni fyrir páska en skrifaði ekki undir samninginn fyrr en í gær.

Í millitíðinni náði hann að gera ýmislegt skemmtilegt eins og að fara á Formúlukappaksturinn í landinu.

Samningur Guðmundar er sagður vera til sjö mánaða eða fram yfir næstu Asíukeppni þar sem hann mun hitta fyrir gamlan félaga, Dag Sigurðsson, sem er landsliðsþjálfari Japan.
Fleiri fréttir

Sjá meira