Lífið

Stóð sveitt við hrærivélina fyrir útgáfupartíið

Skötuhjúin Tobba og Kalli voru sæt saman.
Skötuhjúin Tobba og Kalli voru sæt saman. vísir/ERNIR

Það var líf og fjör í partíi Tobbu Marinósdóttur í gær þegar útgáfu bókarinnar Náttúrulega sætt var fagnað á Coocoo's Nest. Viðstaddir skáluðu og gæddu sér á góðgæti sem Tobba reiddi fram.

„Ég er að bjóða upp á stökkar hnetusmjörskúlur, döðlugott og míníútgáfu af hindberja- og granateplaostaköku,“ sagði Tobba um góðgætið sem var á boðstólum í partíinu. Uppskriftirnar að gúmmelaðinu er að finna í nýju bókinni hennar

„Ég er búin að standa alveg sveitt við hrærivélina. Aðalvandamálið er að maður þarf að eiga svo stóran frysti, til að kæla allt á milli. En ég fann út úr þessu og dreifði þessu á nágrannana og svona. Það er bara heimilislegt og sætt,“ sagði hún og hló.

Feðgarinir Kalli og Sigurður Karlsson.
Íris Ann, ljósmyndari bókarinnar, og Svava. vísir/ERNIR
Alexandra Buhl og Áróra Gústafsdóttir voru hressar.
Margrét María Leifsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Inga María Leifsdóttir létu sig ekki vanta.
Tómas Gunnar og Bryndís Lára fögnuðu með Tobbu. vísir/ERNIR
Mæðgurnar Auður Albertsdóttir og Ása Baldvinsdóttir. vísir/ERNIR
Íris Ann, ljósmyndari, og Tobba. vísir/ERNIR


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira