Lífið

Stóð sveitt við hrærivélina fyrir útgáfupartíið

Skötuhjúin Tobba og Kalli voru sæt saman.
Skötuhjúin Tobba og Kalli voru sæt saman. vísir/ERNIR
Það var líf og fjör í partíi Tobbu Marinósdóttur í gær þegar útgáfu bókarinnar Náttúrulega sætt var fagnað á Coocoo's Nest. Viðstaddir skáluðu og gæddu sér á góðgæti sem Tobba reiddi fram.

„Ég er að bjóða upp á stökkar hnetusmjörskúlur, döðlugott og míníútgáfu af hindberja- og granateplaostaköku,“ sagði Tobba um góðgætið sem var á boðstólum í partíinu. Uppskriftirnar að gúmmelaðinu er að finna í nýju bókinni hennar

„Ég er búin að standa alveg sveitt við hrærivélina. Aðalvandamálið er að maður þarf að eiga svo stóran frysti, til að kæla allt á milli. En ég fann út úr þessu og dreifði þessu á nágrannana og svona. Það er bara heimilislegt og sætt,“ sagði hún og hló.

Feðgarinir Kalli og Sigurður Karlsson.
Íris Ann, ljósmyndari bókarinnar, og Svava.vísir/ERNIR
Alexandra Buhl og Áróra Gústafsdóttir voru hressar.
Margrét María Leifsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Inga María Leifsdóttir létu sig ekki vanta.
Tómas Gunnar og Bryndís Lára fögnuðu með Tobbu.vísir/ERNIR
Mæðgurnar Auður Albertsdóttir og Ása Baldvinsdóttir.vísir/ERNIR
Íris Ann, ljósmyndari, og Tobba.vísir/ERNIR





Fleiri fréttir

Sjá meira


×