Golf

Valdís Þóra í 7.-10. sæti eftir fyrsta hringinn á Spáni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir lék vel á fyrsta degi Estrella Damm mótsins á Terramar vellinum á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra fór afar illa af stað og eftir fyrstu sex holurnar var hún á fjórum höggum yfir pari. Skagakonan fékk m.a. fjóra skolla í röð.

En á síðustu 12 holunum fékk Valdís Þóra fimm fugla og einn örn og lauk hringnum því á þremur höggum undir pari.

Valdís Þóra er í 7.-10. sæti og er aðeins tveimur höggum á eftir forystusauðnum, Önnu Nordqvist frá Svíþjóð.

Þetta er þriðja mót Valdísar Þóru á Evrópumótaröðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira