Enski boltinn

Eiður Smári og Hasselbaink sameinaðir á ný

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hasselbaink og Eiður Smári voru duglegir að leggja upp mörk fyrir hvorn annan.
Hasselbaink og Eiður Smári voru duglegir að leggja upp mörk fyrir hvorn annan. vísir/getty

Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink, sem mynduðu eitrað framherjapar hjá Chelsea á sínum tíma, verða sameinaðir á laugardaginn.

Eiður Smári og Hasselbaink verða þá gestir Chelsea TV í tengslum við umfjöllun stöðvarinnar um leik Chelsea og Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

Eiður Smári og Hasselbaink komu báðir til Chelsea sumarið 2000 og náðu afar vel saman í framlínu liðsins.

Þeir félagar spiluðu saman í fjögur tímabil og skoruðu samtals 147 mörk fyrir félagið.

Hér fyrir neðan má sjá myndband með helstu tilþrifum Eiðs Smára og Hasselbainks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira