Handbolti

Grótta komin í 1-0 eftir vítakastkeppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa Thompson skoraði úr síðasta víti Gróttu.
Lovísa Thompson skoraði úr síðasta víti Gróttu. vísir/anton
Íslandsmeistarar Gróttu eru komnir í 1-0 í einvíginu gegn Stjörnunni eftir dramatískan sigur eftir vítakastkeppni, 33-35, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld.

Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Liðin skoruðu aðeins tvö mörk hvor í framlengingunni og því þurfti að framlengja aftur.

Helena Rut Örvarsdóttir virtist vera búin að tryggja Stjörnunni sigurinn þegar hún skoraði sitt fimmtánda mark. En Laufey Ásta Guðmundsdóttir jafnaði metin, 29-29, með skoti úr afar erfiðri stöðu á lokasekúndunum og því réðust úrslitin í vítakeppni.

Staðan var jöfn, 2-2, eftir fyrstu þrjú vítin en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði úr fjórða víti Gróttu. Selma Þóra Jóhannsdóttir, markvörður Seltirninga, varði svo frá Helenu Rut.

Það var svo Lovísa Thompson sem tryggði Gróttu sigurinn með því að skora úr fimmta víti gestanna.

Næsti leikur liðanna fer fram á Seltjarnarnesi á sunnudaginn.

Vítakeppnin:

0-1 Sunna María Einarsdóttir skorar

1-1 Rakel Dögg Bragadóttir skorar

1-2 Laufey Ásta Guðmundsdóttir skorar

2-2 Sólveig Lára Kjærnested skorar

2-2 Þórey Anna Ásgeirsdóttir stöngin

2-2 Stefanía Theodórsdóttir framhjá

2-3 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar

2-3 Helena Rut Örvarsdóttir varið

2-4 Lovísa Thompson skorar

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 15, Brynhildur Kjartansdóttir 6, Rakel Dögg Bragadóttir 4/1, Stefanía Theodórsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2/1, Hanna G. Stefánsdóttir 2/2, Nataly Sæunn Valencia 1.

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 11/4, Lovísa Thompson 7/1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6/1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4/1, Emma Havin Sardardóttir 1, Guðný Hjaltadóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×