Bíó og sjónvarp

Birta fyrstu myndirnar úr sjöundu þáttaröð

Samúel Karl Ólason skrifar
HELEN SLOAN/HBO

Framleiðendur hinna geysivinsælu þátta Game of Thrones birtu nú í dag fyrstu ljósmyndirnar frá tökum sjöundu þáttaraðar sem sýnd verður í sumar. Þar má sjá allar helstu hetjur söguheims George RR Martin, sem enn eru á lífi. Allir virðast þó vera klæddir í sín fínustu vetrarföt, enda er veturinn loksins skollinn á.

Annars gefa myndirnar lítið í ljós.

Myndirnar má sjá hér að neðan og hér á vef framleiðandanna. Sýning þáttanna hefst þann 16. júlí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira