Viðskipti erlent

GM yfirgefur Venesúela eftir eignanám stjórnvalda

Samúel Karl Ólason skrifar
Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM.
Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Vísir/AFP

Stórfyrirtækið General Motors hefur ákveðið að yfirgefa Venesúela eftir að stjórnvöld þar tóku verksmiðju fyrirtækisins eignanámi í gær. Ríkið stendur nú í málaferlum vegna ólöglegs eignanáms við rúmlega 25 fyrirtæki. GM segir að auk verksmiðjunnar hafi stjórnvöld einnig lagt hald á bíla sem voru þar.

Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Forsvarsmenn bílasölunnar höfðu farið fram á skaðabætur að verðmæti 476 milljóna bólíva.

Samkvæmt AP fréttaveitunni samsvarar það um 665 milljónum dala, miðað við opinbert gengi bólívarsins. Í rauninni er virði bólívarsins þó mun minna en opinberar tölur segja til um.

AP segir að raunvirði skaðabótanna, miðað við svarta markað landsins, sé hins vegar um 115 milljónir dala, eða um 1,2 milljarður króna.

Forsvarsmenn GM sögðust í gær ætla að berjast gegn eignanáminu, en um 2.700 manns hafa unnið í verksmiðjunni, samkvæmt New York Times. Verksmiðjan hefur hins vegar reynst fyrirtækinu dragbítur á undanförnum árum og hefur mikið tap fylgt henni, samhliða gífurlegum efnahagslegum vandræðum Venesúela. Enginn nýr bíll hefur verið framleiddur þar síðan árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537