Körfubolti

Söguleg endurkoma hjá Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron var óstöðvandi í síðari hálfleik.
LeBron var óstöðvandi í síðari hálfleik. vísir/getty

Meistarar Cleveland Cavaliers skrifuðu söguna upp á nýtt í nótt er liðið kom til baka og vann eftir að hafa verið 25 stigum undir í hálfleik.

Það hefur ekkert lið áður gert í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar. LeBron James var maðurinn á bak við endurkomuna með 41 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar.

Staðan í hálfleik var 74-49 en Cleveland vann þriðja leikhlutann 35-17 og þann fjórða 35-23. Paul George var stigahæstur í liði Indiana með 35 stig og tók einnig 15 fráköst.

Úrslit (staðan í einvíginu):

Indiana-Cleveland  114-119 (0-3)
Milwaukee-Toronto  104-77 (2-1)
Memphis-San Antonio  105-94 (1-2)

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira