Sprengjumaðurinn í Dortmund var að reyna að græða peninga

Þýska lögreglan er búin að handtaka mann sem grunaður er um að hafa komið fyrir sprengjum sem sprungu við rútu Dortmundar-liðsins fyrir leik þess gegn Monaco í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Maðurinn er 28 ára gamall og heitir Sergei. Hann er með þýskt og rússneskt ríkisfang. Hann er sagður hafa komið fyrir þremur sprengjum þar sem rúta Dortmund-liðsins keyrði á leið á völlinn. Þær sprengdi hann síðan er rútan keyrði fram hjá.
Leiknum var frestað um 22 klukkutíma og Marc Bartra, leikmaður Dortmund, slasaðist og spilar ekki meir í vetur. Mildi þykir að ekki hafi farið verr.
Nú hefur komið í ljós að sprengjumaðurinn ætlaði sér að græða á þessum gjörningi sínum. Hann hafði keypt hlutabréf í félaginu sama dag. Ef verð hlutabréfa í félaginu hefðu hrunið eftir árásina þá hefði hann grætt vel segir saksóknarinn í Dortmund.
Tengdar fréttir

Klopp óttaðist um sína gömlu leikmenn hjá Dortmund
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði miklar áhyggjur af sínum gömlu leikmönnum þegar hann frétti af sprengjunum við liðsrútu Borussia Dortmund á þriðjudagskvöldið.

Bartra: Erfiðustu fimmtán mínúturnar á ævinni
Marc Bartra, leikmaðurinn hjá Borussia Dortmund, sem slasaðist við sprengingarnar við liðsrútu liðsins, hefur tjáð sig um það sem gerðist á þriðjudagskvöldið.

Útiloka ekki að fótboltabullur hafi staðið að baki sprengjuárásinni í Dortmund
Saksóknarar í Þýskalandi segjast hafa verulegar efasemdir um að íslamskir öfgamenn tengist sprengjuárásinni á liðsrútu þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund fyrr í vikunni.

Sprengjuárásin í Dortmund: Talinn hafa tengsl við ISIS
Saksóknarar í Þýskalandi hafa ekki fundið nein sönnunargögn sem bendla manninn sem er í haldi við sprengjuárásina á liðsrútu knattspynuliðsins Borussia Dortmund á þriðjudag. Hann er þó talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS:

Telja árásina á rútu Dortmund hryðjuverk
Saksóknarar í Þýskalandi telja að sprengjuárásin á rútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund hafi verið hryðjuverk. Þá greindi lögregla frá því að hún hefði handtekið mann með tengsl við herskáa íslamista í tengslum við árásina.