Fótbolti

Tímabilið búið hjá Neuer

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neuer er hann meiddist í Madrid.
Neuer er hann meiddist í Madrid. vísir/getty

Þýski landsliðsmarkvörðuinn Manuel Neuer spilar ekki meira á þessu tímabili en hann meiddist í leik Bayern og Real Madrid í Meistaradeildinni.

Neuer meiddist er Cristiano Ronaldo skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Hann náði þó að klára leikinn. Real vann einvígið, 6-3.

„Ég er sorgmæddur yfir því að geta ekki klárað tímabilið með Bayern. Nú verð ég bara að einbeita mér að því að ná heilsu sem fyrst,“ sagði Neuer.

Bayern er úr leik í Meistaradeildinni en er með átta stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni þar sem liðið ætlar að verða þýskur meistari fimmta árið í röð.

Fyrrum markvörður Stuttgart, Sven Ulreich, mun líklega leysa Neuer af í lokaleikjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira