Fótbolti

Tímabilið búið hjá Neuer

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neuer er hann meiddist í Madrid.
Neuer er hann meiddist í Madrid. vísir/getty

Þýski landsliðsmarkvörðuinn Manuel Neuer spilar ekki meira á þessu tímabili en hann meiddist í leik Bayern og Real Madrid í Meistaradeildinni.

Neuer meiddist er Cristiano Ronaldo skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Hann náði þó að klára leikinn. Real vann einvígið, 6-3.

„Ég er sorgmæddur yfir því að geta ekki klárað tímabilið með Bayern. Nú verð ég bara að einbeita mér að því að ná heilsu sem fyrst,“ sagði Neuer.

Bayern er úr leik í Meistaradeildinni en er með átta stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni þar sem liðið ætlar að verða þýskur meistari fimmta árið í röð.

Fyrrum markvörður Stuttgart, Sven Ulreich, mun líklega leysa Neuer af í lokaleikjunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira