Enski boltinn

Ugo Ehiogu látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ehiogu á æfingasvæðinu hjá Tottenham.
Ehiogu á æfingasvæðinu hjá Tottenham. vísir/getty

Ugo Ehiogu, þjálfari hjá Tottenham og fyrrum landsliðsmaður Englands, er látinn aðeins 44 ára að aldri.

Ehiogu fékk hjartaáfall á æfingasvæði Tottenham í gær. Hann náði sér aldrei eftir það og lést í morgun.

Ehiogu átti flottan feril í enska boltanum þar sem hann lék lengstum með Aston Villa en hann var á mála hjá félaginu frá 1991 til ársins 2000. Lék hann 237 leiki fyrir Villa.

Hann spilaði svo með Middlesbrough næstu sjö árin en lagði skóna á hilluna árið 2009.

Ehiogu náði að spila fjóra landsleiki fyrir England og skora eitt mark. Það kom gegn Spánverjum árið 2001. Hann hefur verið þjálfari hjá Tottenham síðan árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira