Enski boltinn

Yorke: Það vill enginn ráða svarta knattspyrnustjóra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Yorke ásamt Sir Alex Ferguson. Hann ætti að hafa lært eitthvað af honum.
Yorke ásamt Sir Alex Ferguson. Hann ætti að hafa lært eitthvað af honum. vísir/getty

Fyrrum framherji Man. Utd, Dwight Yorke, segir að kynþáttafordómar séu ástæðan fyrir því að hann og aðrir blökkumenn fái ekki vinnu sem aðalþjálfarar í enska boltanum.

Yorke, sem orðinn er 45 ára gamall, segist ekki einu sinni fá viðtöl hjá félögum á Englandi. Þess utan veit hann um aðra svarta leikmenn sem sleppi því að ná sér í þjálfararéttindi þar sem þeir telja sig ekki eiga möguleika á því að fá vinnu í bransanum hvort eð er.

„Ef ástæðan er ekki liturinn á húðinni hver er hún þá? Það þarf að tala um þetta. Félög þurfa að vera sanngjörn og í það minnsta gefa okkur viðtal,“ sagði Yorke reiður.

Yorke segir að svartir leikmenn þurfi að íhuga að fara í verkfall svo knattspyrnulið fari að taka þetta mál alvarlega því það sé alvarlegt.

Það eru aðeins tveir blökkumenn að stýra liðum í fjórum efstu deildum Englands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira