Erlent

Fyrsta aftakan í Arkansas í tólf ár

Atli Ísleifsson skrifar
Don William Davis, Stacey Eugene Johnson, Jack Harold Jones, Ledell Lee, Jason F. McGehee, Bruce Earl Ward, Kenneth D. Williams og Marcel W. Williams hafa allir hlotið dauðadóm í Arkansas.
Don William Davis, Stacey Eugene Johnson, Jack Harold Jones, Ledell Lee, Jason F. McGehee, Bruce Earl Ward, Kenneth D. Williams og Marcel W. Williams hafa allir hlotið dauðadóm í Arkansas. Vísir/AFP
Maður var tekinn af lífi í Arkansas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í tólf ár í gær. Hlé hafði verið gert á aftökum í ríkinu þar sem dómari hafði bannað notkun á eitri til nota við aftökur en það var aðferðin sem notuð hefur verið í Arkansas síðustu áratugi.

Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri þeim úrskurði við á dögunum og er nú búist við nokkrum aftökum í röð í ríkinu.

Sá sem tekinn var af lífi í nótt var Ledell Lee, dæmdur til dauða fyrir morðið á Debru Reese í Jacksonville árið 1993.

Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu en beiðni hans um frestun á aftökunni í gær var hafnað.

Sjö aðrir eru á dauðalistanum í Arkansas á næstu mánuðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×