Erlent

Sessions segir það forgangsmál að handtaka Assange

Atli Ísleifsson skrifar
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það nú forgangsmál hjá ráðuneytinu að handtaka Julian Assange, forsprakka Wikileaks.

Í kosningabaráttu sinni fór Donald Trump forseti margsinnis fögrum orðum um uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en það var hún sem birti tölvupósta áhrifamanna úr stuðningsliði Hillary Clinton sem komu henni illa í baráttunni.

Trump sagði til að mynda oftar en einu sinni að hann elskaði Wikileaks. En tónninn í ráðherrum í ríkisstjórn Trump varðandi Wikileaks er hins vegar allt annar.

CNN greinir frá því að búið sé að skrifa upp ákæruskjal á hendur Assange, sem enn er lokaður inni í sendiráði Ekvadors í London þar sem hann hefur verið síðustu ár til að sleppa við að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hefur verið kærður fyrir nauðgun.

Á fundi í Texas í gær sagði Sessions að handtaka Assange sé ofarlega á forgangslista ráðuneytisins.

Assange hefur verið til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum í það minnsta síðan 2010, að því greint er frá í breska blaðinu The Guardian, eða frá því Wikileaks birtu sendiráðsskjölin svokölluðu sem vörpðuðu ljósi á samsktipti sendiráðsstarfsmanna Bandaríkjanna víða um heim og ollu miklu fjaðrafoki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira