Lífið

Ricky Gervais hæstánægður með áhorfendur í Hörpu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gervais á sviðinu í Eldborg í gær.
Gervais á sviðinu í Eldborg í gær. vísir/hanna

Breski uppistandarinn Ricky Gervais er hæstánægður með áhorfendur í Hörpu í gærkvöldi ef marka má Twitter-færslu hans sem hann birti á miðnætti í gær, skömmu eftir að hann lauk fyrra uppistandi sínu af tveimur í Eldborg en hann er nú á ferðalagi um heiminn með uppistand sitt Humanity.

Á Twitter-síðu sinni segir Gervais að áhorfendur í Hörpu í gær hafi verið stórkostlegir og að hann geti ekki beðið eftir að flytja efnið sitt aftur í kvöld en þeirri aukasýningu var bætt við eftir að það seldist upp á uppistandið í gær á nokkrum mínútum.Miðarnir á kvöldið í kvöld seldust einnig hratt upp og ljóst að Gervais á fjölmarga aðdáendur á Íslandi en hann hefur ekki áður komið og verið með uppistand hér.Gervais sötraði Egils Gull á meðan hann skemmti í Hörpu í gær. vísir/getty

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira