Lífið

Ricky Gervais hæstánægður með áhorfendur í Hörpu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gervais á sviðinu í Eldborg í gær.
Gervais á sviðinu í Eldborg í gær. vísir/hanna

Breski uppistandarinn Ricky Gervais er hæstánægður með áhorfendur í Hörpu í gærkvöldi ef marka má Twitter-færslu hans sem hann birti á miðnætti í gær, skömmu eftir að hann lauk fyrra uppistandi sínu af tveimur í Eldborg en hann er nú á ferðalagi um heiminn með uppistand sitt Humanity.

Á Twitter-síðu sinni segir Gervais að áhorfendur í Hörpu í gær hafi verið stórkostlegir og að hann geti ekki beðið eftir að flytja efnið sitt aftur í kvöld en þeirri aukasýningu var bætt við eftir að það seldist upp á uppistandið í gær á nokkrum mínútum.Miðarnir á kvöldið í kvöld seldust einnig hratt upp og ljóst að Gervais á fjölmarga aðdáendur á Íslandi en hann hefur ekki áður komið og verið með uppistand hér.Gervais sötraði Egils Gull á meðan hann skemmti í Hörpu í gær. vísir/getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira