Bíó og sjónvarp

Gera stólpagrín að fréttaþulum Fox

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Starfsmenn The Daily Show með Trevor Noah birtu í gær myndband þar sem þeir gera grín að karlkyns fréttaþulum Fox News. Fyrirtækið hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að þáttastjórnandinn vinsæli Bill O'Reilly var rekinn.

Hann var rekinn í kjölfar fregna um að hann hefði greitt fimm samstarfskonum sínum samtals þrettán milljónir dala, eftir að þær sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Fjölmargir auglýsendur hættu að kaupa auglýsingar í þætti Bill sem hét „The O'Reilly Factor“.

Roger Ailes, fyrrverandi yfirmaður Fox News, yfirgaf starf sitt í fyrra, eftir að hann var sakaður um kynferðislegt áreiti.

Í myndbandi Daily Show er stiklað á stóru þar sem fréttaþulir eru heldur óvarkárir í samtölum sínum við konur. Ef eitthvað er að marka þessar klippur sem hafa verið teknar til 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×