Bíó og sjónvarp

Gera stólpagrín að fréttaþulum Fox

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP

Starfsmenn The Daily Show með Trevor Noah birtu í gær myndband þar sem þeir gera grín að karlkyns fréttaþulum Fox News. Fyrirtækið hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að þáttastjórnandinn vinsæli Bill O'Reilly var rekinn.

Hann var rekinn í kjölfar fregna um að hann hefði greitt fimm samstarfskonum sínum samtals þrettán milljónir dala, eftir að þær sökuðu hann um kynferðislega áreitni. Fjölmargir auglýsendur hættu að kaupa auglýsingar í þætti Bill sem hét „The O'Reilly Factor“.

Roger Ailes, fyrrverandi yfirmaður Fox News, yfirgaf starf sitt í fyrra, eftir að hann var sakaður um kynferðislegt áreiti.

Í myndbandi Daily Show er stiklað á stóru þar sem fréttaþulir eru heldur óvarkárir í samtölum sínum við konur. Ef eitthvað er að marka þessar klippur sem hafa verið teknar til Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira