Viðskipti innlent

Jóhannes Már ráðinn sölustjóri hjá Ice Fresh Seafood

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Már Jóhannesson.
Jóhannes Már Jóhannesson. Ice Fresh Seafood

Jóhannes Már Jóhannesson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Ice Fresh Seafood. Hann mun hefja störf í júní næstkomandi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Jóhannes Már hafi víðtæka þekkingu og reynslu af sölu og markaðsmálum á íslenskum sjávarafurðum en hann starfaði áður hjá Samherja um sex ára skeið.

Jóhannes Már mun hafa aðsetur á skrifstofu félagsins á Akureyri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira