Sport

Ólympíumeistari settur í keppnisbann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rollins er hún tryggði sér ÓL-gull í Ríó.
Rollins er hún tryggði sér ÓL-gull í Ríó. vísir/getty

Bandaríski Ólympíumeistarinn í 100 metra grindahlaupi, Brianna Rollins, mun ekki hlaupa meira á þessu ári.

Það er búið að setja hana í eins árs bann þar sem hún missti af þremur lyfjaprófum á síðasta ári.

Hún missti af einu prófinu er hún var í heimsókn hjá Bandaríkjaforseta og svo missti hún af öðru prófi er haldinn var sérstakur Brianna Rollins-dagur henni til heiðurs í heimabæ hennar.

„Þetta er ein erfiðasta stund míns ferils. Sérstaklega þar sem 2016 var svo frábært hjá mér,“ sagði Rollins.

Íþróttamönnum ber að láta lyfjayfirvöld vita af ferðum sínum en hún klikkaði á því. Þar af leiðandi missti hún af þessum lyfjaprófum.

Rollins mun þó halda ÓL-gullinu frá því í ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira