Erlent

Fréttir af vannærðum munaðarlausum börnum skekja Hvíta-Rússland

Atli Ísleifsson skrifar
Myndirnar eru sagðar minna um margt á myndir af vannærðum börnum á rúmenskum heimilum fyrir munaðarlausa sem vöktu mikla athygli í byrjun tíunda áratugarins.
Myndirnar eru sagðar minna um margt á myndir af vannærðum börnum á rúmenskum heimilum fyrir munaðarlausa sem vöktu mikla athygli í byrjun tíunda áratugarins.

Óhugnanlegar fréttir og myndir af vannærðum börnum á heimilum fyrir munaðarlausa hefur vakið mikla reiði í Hvíta-Rússlandi. Lögregla hefur hefur hafið rannsókn á málinu.

Málið snýst um að nærri hundrað munaðarlaus börn hafi verið látin lifa við sultarmörk á slíkum heimilum í höfuðborginni Minsk.

Í frétt Guardian segir að á heimilunum hafi meðal annars fundist táningar sem vógu einungis fimmtán kíló og hafi þurft að búa við skelfilegar aðstæður um árabil.

Myndirnar eru sagðar minna um margt á myndir af vannærðum börnum á rúmenskum heimilum fyrir munaðarlausa sem vöktu mikla athygli í byrjun tíunda áratugarins.

Að sögn saksóknara sem er með málið til rannsóknar eiga börnin meðvitað að hafa verið vannærð af umsjónarmönnum heimilanna. Fjölmörgum hefur verið vikið frá störfum, en forsvarsmenn kenna geðræðum vandamálum um ástand barnanna.

Tvítug stúlka einungis 11,5 kíló

Upp komst um málið þegar fréttamönnum var boðið í heimsókn á eitt heimilanna til að fylgjast með góðgerðarsamkomu til að safna fé fyrir sérstakri fæðu sem ætluð er fyrir vannærð börn. Fréttamönnunum urðu svo fyrir áfalli þegar þeir sáu börnin, en hvít-rússneskir fjölmiðlar segja að tvítug stúlka sem bjó á heimilinu hafi verið 11,5 kíló.

Myndirnar af börnunum hafa vakið sterkar tilfinningar í Hvíta-Rússlandi og hefur myndunum verið líkt fyrir myndum úr einangrunarbúðum nasista í lok seinna stríðs.

Guardian hefur eftir nokkrum forsvarsmönnum heimila fyrir munaðarlausa í Hvíta-Rússlandi að börnin hafi komið þangað nýfædd og að þau glími við erfið líkamleg og andleg mein sem geri það að verkum að þau geti ekki innbyrt venjulega fæðu. Aðrir hafa einnig kennt fjárskorti og bágum útbúnaði um.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira