Viðskipti innlent

Metfjölgun starfa en fækkaði hjá hinu opinbera

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamenn kynna sér skreið í Hafnarfirði en störfum fjölgaði einmitt mest í ferðaþjónustu á síðasta ári.
Ferðamenn kynna sér skreið í Hafnarfirði en störfum fjölgaði einmitt mest í ferðaþjónustu á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Fjöldi starfa hjá hinu opinbera dróst saman á síðasta ári meðan launþegum fjölgaði um 5% á milli ára.

Þetta er meðal þess sem greint er frá í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem kom út í morgun.

Meðalfjöldi launþega hér á landi var rúm 180 þúsund á síðasta ári og fjölgaði þeim um 8.500 frá fyrra ári. Fjölgunin nemur um 5% sem er „ umtalsvert meiri fjölgun starfa hlutfallslega séð en verið hefur síðustu ár,“ eins og það er orðað.

Ferðaþjónustan fyrirferðamikil sem fyrr
Um 44% af fjölgun launþega á síðasta ári segir hagfræðideildin að skýrist af fjölgun starfa í greinum sem snúa að íslenskri ferðaþjónustu. Alls fjölgaði störfum í ferðaþjónustugreinum um tæplega 3.800 og var fjölgunin 18,5% milli ára. Mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi (16,5%) sem og heild- og smásala (12%) lögðu einnig sitt af mörkum í heildarfjölgun starfa.

Hagfræðideildin segir það „athyglisvert að sjá að í þeirri miklu starfafjölgun sem varð á síðasta ári dróst fjöldi starfa hjá hinu opinbera saman um 8 stöðugildi“ en árið í fyrra var það fyrsta í fjögur ár þar sem launþegum hjá hinu opinbera fækkar milli ára.

Fækkunin skýrist af fækkun í fræðslustarfsemi og opinberri stjórnsýslu en þar fækkaði störfum um 267 eða um sem nemur 0,6%. Störfum í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu fjölgaði hins vegar um 258 eða 1,7%.

Hagsjá Landsbankans má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,73
1
115.500
ARION
0,12
14
58.918
ORIGO
0
2
2.368
EIM
0
4
32.149

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,22
8
54.361
HAGA
-2,03
5
144.301
SJOVA
-1,97
3
22.290
REGINN
-1,77
7
124.456
SYN
-1,3
2
54.760