Lífið

Mynduðu fæðingu háhyrnings

Samúel Karl Ólason skrifar

Háhyrningurinn Takara í Seaworld skemmtigarðinum í San Antonio í Bandaríkjunum fæddi nýverið kálf. Starfsmenn Seaworld tóku fæðinguna upp á myndband sem birt var á Youtube í gær. Þetta er síðasti kálfurinn sem mun fæðast í skemmtigarði fyrirtækisins.

Fyrir rúmlega ári síðan samþykkti fyrirtækið að hætta að rækta háhyrninga í haldi, en meðganga Takara tók um 18 mánuði. Kálfurinn hefur ekki verið nefndur enn þar sem ekki er búið að komast að kyni hans, samkvæmt Los Angeles Times.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira