Lífið

Mynduðu fæðingu háhyrnings

Samúel Karl Ólason skrifar

Háhyrningurinn Takara í Seaworld skemmtigarðinum í San Antonio í Bandaríkjunum fæddi nýverið kálf. Starfsmenn Seaworld tóku fæðinguna upp á myndband sem birt var á Youtube í gær. Þetta er síðasti kálfurinn sem mun fæðast í skemmtigarði fyrirtækisins.

Fyrir rúmlega ári síðan samþykkti fyrirtækið að hætta að rækta háhyrninga í haldi, en meðganga Takara tók um 18 mánuði. Kálfurinn hefur ekki verið nefndur enn þar sem ekki er búið að komast að kyni hans, samkvæmt Los Angeles Times.


Fleiri fréttir

Sjá meira