Erlent

Elísabet Bretadrottning heldur upp á 91 árs afmælið

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet varð drottning árið 1952.
Elísabet varð drottning árið 1952. Vísir/AFP

Elísabet II Bretadrottning heldur upp á 91 árs afmæli sitt í dag. Afmælisdegur drottningar verður haldinn hátíðlegur með heiðursskotum í Hyde Park og við Tower Bridge, en annars mun drottning fagna deginum í faðmi fjölskyldu sinnar.

Elísabet er ekki með neina opinbera dagskrá í dag.

Elísabet varð drottning fyrir tilviljun örlaganna vegna þess að faðir hennar átti aldrei að verða konungur.

Þegar föðurbróðir hennar, Játvarður áttundi, sagði af sér vegna sambands hans við Wallis Simpson tók faðir hennar við krúnunni og varð Georg sjötti.

Hann lést fimmtán árum síðar og Elísabet varð drottning aðeins 25 ára gömul í febrúar 1952 og krýnd í júní ári síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira