Innlent

Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Grettisgötu.
Frá vettvangi á Grettisgötu. vísir/áe

Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað í götunni.

Fréttamaður Stöðvar 2 sem er á staðnum segir að minnsta kosti átta vopnaða sérsveitarmenn nú bíða fyrir utan hús við götuna en þeir bæði skildi og vopn. Þá eru að minnsta sex lögreglubílar í götunni, að bílum sérsveitarinnar meðtöldum.

Enginn hefur sést fara inn í húsið eða koma út úr því en ekki hafa fengist upplýsingar hjá lögreglunni um það hvaða aðgerð er í gangi.

Uppfært klukkan 12:12:

Aðgerðum er að ljúka á Grettisgötu og er búið að opna götuna. Enn eru þó nokkrir lögreglumenn og sérsveitarmenn á vettvangi.

Rafn Hilmar Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann sagði enga almannahættu hafa skapast en að sérsveitin hafi verið kölluð út til að aðstoða lögregluna.

Fréttamenn fréttastofu á vettvangi segja að svo virðist sem að fáir lögreglu-og sérsveitarmenn hafi farið inn í húsið og að einnig virðist sem enginn hafi verið handtekinn. Það hefur þó ekki fengist staðfest frá lögreglunni.

Uppfært klukkan 13:09:

Aðgerðum lauk á Grettisgötu núna um eittleytið. Enginn var handtekinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Að minnsta kosti átta vopnaðir sérsveitarmenn eru á staðnum. vísir/áe
Grettisgötu hefur verið lokað frá Vitastíg að Frakkastíg. vísir/áe
Lögreglan og sérsveitin voru með mikinn viðbúnað á Grettisgötu í dag. vísir/bb


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira