Sport

Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aaron Hernandez.
Aaron Hernandez. vísir/getty
Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt.

Yfirvöld hafa líka staðfest að Hernandez hafi skilið eftir þrjú bréf við hlið biblíu í klefa sínum.

Hann á líka að hafa skrifað „John 3:16“ á enni sitt en það er tilvísun í biblíuversið „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“

Engin merki voru um átök í klefa fyrrum NFL-stjörnunnar. Hann var læstur inni í klefa sínum klukkan átta um kvöldið og fannst þrjú um nóttina. Þá var hann búinn að hengja sig.

Fjölskylda Hernandez fór svo fram á að heili Hernandez yrði gefinn til rannsókna. CTE hefur fundist í heilum margra fyrrum NFL-leikmanna en það veldur heilabilun.

NFL

Tengdar fréttir

Hernandez svipti sig lífi

Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez er látinn en hann fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×