Innlent

Ölvaður maður fékk sér blund við lögreglustöðina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn blundaði við lögreglustöðina á Suðurnesjum.
Maðurinn blundaði við lögreglustöðina á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Ökumaður sem lagt hafði í bifreiðastæði við lögreglustöðina í Keflavík í gærkvöld reyndist sofa ölvunarsvefni undir stýri þegar lögreglumenn ætluðu að taka hann tali.

Fram kemur í skeyti frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum að hann hafi viðurkennt akstur undir áhrifum áfengis og var færður inn á lögreglustöðina þar sem tekin var af honum skýrsla. Hann gat ekki framvísað ökuskírteini og í bifreið hans fannst tveggja lítra flaska með meintum landa. Hann var látinn sofa úr sér.

Annar ökumaður var handtekinn fyrr í vikunni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Hann játaði neyslu á kannabis.

Loks var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur. Bifreið hans mældist á 129 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira