Enski boltinn

Stuðningsmenn Man. Utd fengu raflost og létust

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Man. Utd og Anderlecht í gær sem fólkið var að fylgjast með.
Úr leik Man. Utd og Anderlecht í gær sem fólkið var að fylgjast með. vísir/getty

Hörmulegur atburður átti sér stað í Nígeríu í gær þar sem stuðningsmenn Man. Utd voru að fylgjast með leik liðsins gegn Anderlecht í Evrópudeildinni.

Að minnsta kosti sjö manns létust er rafmagnskapall féll ofan á hóp manna sem voru að fylgjast með leiknum. Um 30 manns voru flutt á spítala að sögn yfirvalda.

Sjónarvottar heyrðu mikinn hvell er eitthvað sprakk og í kjölfarið féll rafmagnskapallinn yfir fólkið með þessum skelfilegu afleiðingum.

Einn sjónarvottanna sagðist hafa talið að minnsta kosti sextán lík og þar á meðal voru börn.

Man. Utd sendi samúðarkveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira