Enski boltinn

Stuðningsmenn Man. Utd fengu raflost og létust

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Man. Utd og Anderlecht í gær sem fólkið var að fylgjast með.
Úr leik Man. Utd og Anderlecht í gær sem fólkið var að fylgjast með. vísir/getty
Hörmulegur atburður átti sér stað í Nígeríu í gær þar sem stuðningsmenn Man. Utd voru að fylgjast með leik liðsins gegn Anderlecht í Evrópudeildinni.

Að minnsta kosti sjö manns létust er rafmagnskapall féll ofan á hóp manna sem voru að fylgjast með leiknum. Um 30 manns voru flutt á spítala að sögn yfirvalda.

Sjónarvottar heyrðu mikinn hvell er eitthvað sprakk og í kjölfarið féll rafmagnskapallinn yfir fólkið með þessum skelfilegu afleiðingum.

Einn sjónarvottanna sagðist hafa talið að minnsta kosti sextán lík og þar á meðal voru börn.

Man. Utd sendi samúðarkveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×