Erlent

Sautján börn létust í bílslysi í Suður-Afríku

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið var í Mpumalanga-héraði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Slysið var í Mpumalanga-héraði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Að minnsta kosti sautján börn á skólaaldri létu lífið þegar rúta sem þau voru í rakst á vörubíl norður af höfuðborginni Pretoríu í dag.

Slysið varð í Mpumalanga-héraði, en að sögn Reuters voru tuttugu börn hið minnsta í rútunni.

„Fjöldi látinna nú er að minnsta kosti sautján,“ sagði Russel Meiring, talsmaður suður-afríska björgunaraðilans ER24.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira