Erlent

Sautján börn létust í bílslysi í Suður-Afríku

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið var í Mpumalanga-héraði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Slysið var í Mpumalanga-héraði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Að minnsta kosti sautján börn á skólaaldri létu lífið þegar rúta sem þau voru í rakst á vörubíl norður af höfuðborginni Pretoríu í dag.

Slysið varð í Mpumalanga-héraði, en að sögn Reuters voru tuttugu börn hið minnsta í rútunni.

„Fjöldi látinna nú er að minnsta kosti sautján,“ sagði Russel Meiring, talsmaður suður-afríska björgunaraðilans ER24.
Fleiri fréttir

Sjá meira