Innlent

108 milljóna velferðarstyrkjum úthlutað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá afhendingu styrkja í Hannesarholti
Frá afhendingu styrkja í Hannesarholti Velferðarráðuneytið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, úthlutaði velferðarstyrkjum af safnliðum fjárlaga árið 2017 í Hannesarholti síðasta dag vetrar.

Styrk hlutu 54 félagasamtök til fjölbreyttra verkefna, alls tæpar 108 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins.

Þar segir að styrkir þessir séu veittir árlega vegna afmarkaðra verkefna á hendi félagasamtaka sem starfa á sviði endurhæfingar, málefna fatlaðs fólks, forvarna, fræðslu og fjölskyldu- og jafnréttismála.

„Er jafnan um að ræða verkefni sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni. Auk þeirra tæplega 108 milljóna króna sem varið er til verkefnastyrkja af umræddum safnlið fjárlaga renna 82 milljónir króna til félagasamtaka sem starfa á grundvelli tveggja ára samstarfssamninga við ráðuneytið,“ segir á vefnum.

Hér má nálgast yfirlitið yfir styrkveitingarnar og hér eru nánari upplýsingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira