Enski boltinn

Jesus gæti farið í byrjunarliðið gegn Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
ET phone home. Jesus tekur ET-fagnið sitt.
ET phone home. Jesus tekur ET-fagnið sitt. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Man. City, útilokar ekki að henda ungstirninu Gabriel Jesus í byrjunarliðið um helgina. Á sunnudag spilar Man. City við Arsenal í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

Jesus hefur ekkert spilað fyrir City síðan hann fótbrotnaði í leik gegn Bournemouth þann 13. febrúar síðastliðinn. Þá var strákurinn að raða inn mörkum og spila frábærlega.

„Hann er orðinn fínn og æfir með okkur. Hann er glaður að vera kominn til baka og það erum við líka. Hann kemur með okkur á Wembley,“ sagði Guardiola en verður guttinn í liðinu?

„Ég útiloka það ekki en við verðum að sjá til hvernig við stillum upp."

Jesus er nýorðinn tvítugur og skoraði þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira