Handbolti

Gunnar hættur með Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar gerði góða hluti með Gróttu.
Gunnar gerði góða hluti með Gróttu. vísir/andri marinó

Gunnar Andrésson er hættur sem þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við RÚV.

Undir stjórn Gunnars vann Grótta 1. deildina 2015 og tryggði sér sæti í Olís-deildinni.

Á síðasta tímabili endaði Grótta í 5. sæti Olís-deildarinnar og féll svo úr leik fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum. Þá komst Grótta einnig í bikarúrslit þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Val.

Á þessu tímabili endaði Grótta í 8. sæti Olís-deildarinnar og féll úr leik fyrir deildarmeisturum FH í 8-liða úrslitum.

„Ég lýk þessu samstarfi á góðu nótunum og hef ákveðið að taka mér árs frí frá þjálfun,“ sagði Gunnar í samtali við RÚV.

Gunnar þjálfaði áður Aftureldingu og í Sviss.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira