Handbolti

Gunnar hættur með Gróttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar gerði góða hluti með Gróttu.
Gunnar gerði góða hluti með Gróttu. vísir/andri marinó

Gunnar Andrésson er hættur sem þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við RÚV.

Undir stjórn Gunnars vann Grótta 1. deildina 2015 og tryggði sér sæti í Olís-deildinni.

Á síðasta tímabili endaði Grótta í 5. sæti Olís-deildarinnar og féll svo úr leik fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum. Þá komst Grótta einnig í bikarúrslit þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Val.

Á þessu tímabili endaði Grótta í 8. sæti Olís-deildarinnar og féll úr leik fyrir deildarmeisturum FH í 8-liða úrslitum.

„Ég lýk þessu samstarfi á góðu nótunum og hef ákveðið að taka mér árs frí frá þjálfun,“ sagði Gunnar í samtali við RÚV.

Gunnar þjálfaði áður Aftureldingu og í Sviss.
Fleiri fréttir

Sjá meira