Enski boltinn

Zlatan líklega úr leik í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan meiddist illa í gær.
Zlatan meiddist illa í gær. vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á þessu tímabili.

Zlatan meiddist á hné undir lok seinni leiks United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að meiðslin séu það alvarleg að Zlatan spili ekki meira með í vetur.

Svo gæti farið að leikurinn í gær hafi verið síðasti leikur Zlatans fyrir United en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið.

Zlatan er langmarkahæsti leikmaður United í vetur en sænski framherjinn hefur skorað 28 mörk í 46 leikjum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira