Enski boltinn

Zlatan líklega úr leik í vetur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan meiddist illa í gær.
Zlatan meiddist illa í gær. vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á þessu tímabili.

Zlatan meiddist á hné undir lok seinni leiks United og Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að meiðslin séu það alvarleg að Zlatan spili ekki meira með í vetur.

Svo gæti farið að leikurinn í gær hafi verið síðasti leikur Zlatans fyrir United en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið.

Zlatan er langmarkahæsti leikmaður United í vetur en sænski framherjinn hefur skorað 28 mörk í 46 leikjum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira