Innlent

Ricky Gervais í hádegismat á Bessastöðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Föruneytið á Bessastöðum í dag.
Föruneytið á Bessastöðum í dag. Forseti.is
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid buðu leikaranum og skemmtikraftinum Ricky Gervais og sambýliskonu hans, rithöfundinum Jane Fallon, til hádegisverðar á Bessastöðum í dag.

„Undir borðum var rætt um mátt skops og fyndni í samfélaginu, hugsanleg mörk hins leyfilega eða þolanlega í því sambandi og muninn á góðlátlegu gamni og stríðni eða einelti,“ segir á vef forsetaembættisins.

Sjá einnig: Ricky Gervais hæstánægður með áhorfendur í Hörpu

Meðal annarra gesta voru Rut Guðnadóttir, dóttir forsetans, uppistandararnir Ari Eldjárn og Saga Garðarsdóttir í fylgd maka þeirra; Lindu Guðrúnar Karlsdóttur og Snorra Helgasonar.

Ricky Gervais skemmti fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi og mun endurtaka leikinn í kvöld. 

Ricky Gervais á sviði Eldborgar í gær.Vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×