Innlent

Ricky Gervais í hádegismat á Bessastöðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Föruneytið á Bessastöðum í dag.
Föruneytið á Bessastöðum í dag. Forseti.is

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid buðu leikaranum og skemmtikraftinum Ricky Gervais og sambýliskonu hans, rithöfundinum Jane Fallon, til hádegisverðar á Bessastöðum í dag.

„Undir borðum var rætt um mátt skops og fyndni í samfélaginu, hugsanleg mörk hins leyfilega eða þolanlega í því sambandi og muninn á góðlátlegu gamni og stríðni eða einelti,“ segir á vef forsetaembættisins.

Sjá einnig: Ricky Gervais hæstánægður með áhorfendur í Hörpu

Meðal annarra gesta voru Rut Guðnadóttir, dóttir forsetans, uppistandararnir Ari Eldjárn og Saga Garðarsdóttir í fylgd maka þeirra; Lindu Guðrúnar Karlsdóttur og Snorra Helgasonar.

Ricky Gervais skemmti fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi og mun endurtaka leikinn í kvöld. 

Ricky Gervais á sviði Eldborgar í gær. Vísir/getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira