Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar tvö verður fjallað um málefni United Silicon í Helguvík en forsvarsmenn fyrirtækisins fengu í dag frest fram á mánudag til að svara ákvörðun Umhverfisstofnunar þessa efnis að slökkva ætti á starfsemi verksmiðjunnar vegna óviðunandi skilyrða.

Þá verður rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem boðar breytingar varðandi einkarekstur í heilbrigðismálum en hann segir að agaleysi hafi ríkt í þessum málaflokki hér á landi um áratuga skeið.

Við segjum einnig frá viðbrögðum Frakka við hryðjuverkaárásinni í gær og hvernig Seljaskóli í Breiðholti hefur farið óhefðbundnar leiðir til að leita að nýju starfsfólkiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira