Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar tvö verður fjallað um málefni United Silicon í Helguvík en forsvarsmenn fyrirtækisins fengu í dag frest fram á mánudag til að svara ákvörðun Umhverfisstofnunar þessa efnis að slökkva ætti á starfsemi verksmiðjunnar vegna óviðunandi skilyrða.

Þá verður rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem boðar breytingar varðandi einkarekstur í heilbrigðismálum en hann segir að agaleysi hafi ríkt í þessum málaflokki hér á landi um áratuga skeið.

Við segjum einnig frá viðbrögðum Frakka við hryðjuverkaárásinni í gær og hvernig Seljaskóli í Breiðholti hefur farið óhefðbundnar leiðir til að leita að nýju starfsfólki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×