Enski boltinn

Zlatan með slitin krossbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Var leikurinn gegn Anderlecht síðasti leikur Zlatans fyrir Manchester United?
Var leikurinn gegn Anderlecht síðasti leikur Zlatans fyrir Manchester United? vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, er með slitin krossbönd í hægra hné. Þetta er fullyrt í frétt ESPN.

Ef satt reynist snýr Zlatan væntanlega ekki aftur á völlinn á þessu ári.

Zlatan meiddist undir lok venjulegs leiktíma þegar United mætti Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. United vann leikinn 2-1 og tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Leikurinn í gær gæti hafa verið síðasti leikur Zlatans fyrir United en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við félagið.

Zlatan hefur átt frábært tímabil og skorað 28 mörk í 46 leikjum í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×