Innlent

Stökk yfir í aftursætið og þvertók fyrir að hafa keyrt

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst tuttugu ökumenn voru handteknir í nótt og flestir þeirra eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Minnst tuttugu ökumenn voru handteknir í nótt og flestir þeirra eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Getty
Lögreglan stöðvaði fjölmarga ökumenn um allt höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi, í nótt og í morgun sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Einn slíkur sinnti ekki stöðvunarmerkjum við Grettisgötu í nótt. Hann stöðvaði þó á endanum og færði sig í aftursæti bílsins. Þá neitaði hann fyrir að hefa ekið.

Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur og að aka án ökuréttinda og mun hann hafa gert það ítrekað, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Annar ökumaður sem stöðvaður var við Stakkahraun er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum og akstur án réttinda, sem hann mun aldrei hafa öðlast.

Nú skömmu eftir klukkan sex var maður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, en hann er einnig grunaður um að hafa ekið farþegum gegn gjaldi án þess að hafa tilskilin leyfi til farþegaflutninga.

Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Dalbraut í nótt þar sem fartölvu var meðal annars stolið. Tveir ungir menn voru handteknir og eru grunaðir um að hafa framið brotið, en annar þeirra var einnig með ætluð fíkniefni á sér og er einnig grunaður um sölu þeirra. Þar að auki barst lögreglunni tilkynningar um þjófnað á skemmtistað við Austurstræti og líkamsárás við Hafnarstræti.

Lögreglan handtók einnig mann í Breiðholti sem grunaður er um heimilisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×