„Myndir þú spyrja karlmann að þessu?“

22. apríl 2017
skrifar

Leikkonunni Blake Lively var ekki skemmt yfir spurningum fréttamanns á Variety´s Power of Women viðburðinum á föstudaginn. Lively var mætt til að vekja athygli starfi sínu fyrir Child Rescue Coalition samtökin, sem meðal annars tekur á barnaklámi. 

Þegar fréttamaður spurði hana um í hverju hún væri, snöggreiddist Lively.

„Í alvörunni? Á þessum viðburði ætlaru að spyrja mig um klæðaburðinn minn? Í alvörunni ... myndir þú spyrja karlmann að þessu?“

Lively útskýrði svo að hún væri mætt til að vekja athygli á mikilvægu málefni og fréttamanninum væri frjálst að spyrja sig um það. „Ég er mætt hérna svo við getum verið meðvitaðari um einmitt þetta, að við breytum þessu og byggjum konur upp. Svo þú getur spurt mig að einhverju öðru.“

Hárrétt hjá Lively og í takt við herferðina #askhermore sem fór á flug á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum árum og greinilega er ennþá þörf fyrir það. Fyrir forvitna var leikkonan í grænum samfesting frá Brandon Maxwell eins og kom fram á Instagram-reikning hönnuðarins.