Innlent

Slökkti eld að mestu með dufttæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Eldur kom upp í Þverbrekku í Kópavogi á ellefta tímanum í dag. Húsið sem um ræðir er fjölbýlishús og því var slökkvilið frá þremur stöðvum sent á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kom fljótt í ljós að eldurinn var bundinn við eitt herbergi.

Þar að auki hafði húseiganda tekist að slökkva eldinn að mestu með dufttæki. Reykkafarar voru því sendir inn til að slökkva eldinn að fullu. Að því loknu tók reykræsting við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×