Erlent

Fönguðu augnablikið þegar ferja sigldi inn í varnargarð á Kanaríeyjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Um 140 farþegar voru í ferjunni.
Um 140 farþegar voru í ferjunni. skjáskot
Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir að ferja sigldi inn í varnargarð á Las Palmas, höfuðborg Kanaríeyja, í gær.

Fyrstu fregnir herma að tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að skipstjórinn missti stjórn á ferjunni sem flutti um 140 manns. Strax í kjölfar slyssins var lýst yfir hættuástandi á Las Palmas en því hefur nú verið aflétt. 

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar ferjan, Volcan de Tamasite, siglir inn í varnargarðinn.

Við áreksturinn rofnaði olíuleiðsla með þeim afleiðingum að þúsundir lítra af eldsneyti flæddu í höfnina. Því var ákveðið að skrúfa fyrir vatnsleiðslur á eyjunum um stund en eftir að gengið var úr skugga um að lítil mengunarhætta væri á ferðum var aftur skrúfað frá.

Forseti heimastjórnar Kanaríeyja, Fernardo Clavijo, sagði á Twitter-síðu sinni í dag að hann búist við að hreinsunarstörfum ljúki á morgun. Sérfræðingar hafi að sami skapi sannfært hann um að litlar líkur séu á að lífríkið beri varanlega skaða af óhappinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×