Körfubolti

Tillagan um 3+2 regluna felld á jöfnu

Stjórn KKÍ næstu tvö árin en á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson
Stjórn KKÍ næstu tvö árin en á myndina vantar Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson Mynd/Aðsend
Í tilkynninngu frá KKÍ kemur það fram að tillögunni um að taka aftur upp 3+2 regluna svokölluðu í körfuboltanum á Íslandi var hafnað á jöfnu.

Um er að ræða reglu sem sett var á árið 2013 en samkvæmt henni er liðum á Íslandi óheimilt að tefla fram liði með tveimur erlendum og þremur íslenskum leikmönnum inná að hverju sinni.

Var reglan upphaflega sett á með naumum meirihluta en tillaga barst um að breyta aftur í 3+2 regluna frá kkd. Hattar á Egilsstöðum en ekki fékkst nægilegur stuðningur til þess að breyta reglunni í gamlar horfur.

Var hnífjafnt á öllum tölum en 51 aðili kaus að samþykkja breytinguna á meðan 51 aðili synjaði breytingunni.

Var Hannes S. Jónsson sjálfkjörinn formaður á nýjan leik enda einn í framboði til formanns. Stjórn KKÍ var sömuleiðis sjálfkjörin en úr henni gengu Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í þeirra stað komu þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir.

Stjórn KKÍ skipa þau Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Hannes S. Jónsson, Lárus Blöndal, Páll Kolbeinsson og Rúnar Birgir Gíslason til næstu tveggja ára.

Stjórn kom strax saman að loknu þingi til fundar og skipti með sér verkum að tillögu formanns. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir verður áfram varaformaður, Eyjólfur Þór Guðlaugsson verður áfram gjaldkeri og Rúnar Birgir Gíslason verður áfram ritari.

Var tilllögu KR um að stækka Dominos-deild kvenna og hafa tólf lið vísað til stjórnar en tillaga Breiðabliks um að bæta við þriðju umferðinni í 1. deild karla var samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×